20080331

Til hamingju Sigríður og Andri!


...með trúlofunina!

Elsku litlu turtildúfur:)

20080330

Komið að leiðarlokum


Sit á flugvellinum í Búdapest að bíða eftir að boarda.
Ferðin er búin að vera æði, er með fullt af sögum og myndum, reyni að smella einhverju á netið á allra næstu dögum.

20080314

Hávaði - uppfærsla

Gleðilegan föstudag!

Ég get ekki orða varist. Ég vaknaði við hávaða og hristing enn og aftur. Þegar ég leit á klukkuna þá ætlaði ég að missa andlitið. Klukkan var 6:30 og þeir voru komnir á fullt skrið í að brjóta og bramla stéttina fyrir framan rúðuna okkar!

6:30!!!!!

En ég dó nú ekki ráðalaus, heldur tók ég sængina mína og koddann, og fór fram í stofu, lokaði svefnherbergishurðinni, og lagði mig í sófann - og þar svaf ég!

20080313

Hávaði

Það er verið að gera við stéttina fyrir aftan húsið og það hefur farið alveg ótrúlega mikill tími í spottann einmitt fyrir neðan herbergisgluggann okkar. Þtta væri nú ekki í frásögur færandi nema fyrir það að þeim finnst voða sniðugt að byrja stundum fyrir klukkan 7, annars milli 7 og 8.
Ég er að verða alveg vitlaus á þessu!Hversu langan tíma getur eiginlega tekið að gera við smá vegspotta??

Og síðan hætta þeir alltaf um 10, ætli þetta sé bara hugsað sem alternatív vekjaraklukka fyrir gamla fólkið? "Jæja gamlingjar, enga leti, á fætur með ykkur!"

20080311

Búinn með prófið

Nú get ég loksins farið að hanga á netinu og horfa á sjónvarpið með góðri samvisku.

Búinn að gera það með svo vondri samvisku undanfarið.

20080309

Ungverjaland eftir viku!

Afi var í heimsókn hjá okkur um helgina, það var æðislegt. Fórum út að borða og fórum yfir allt varðandi Ungverjalandsferðina.

Erum orðin mjög spennt fyrir ferðinni, ég get ekki beðið eftir að fara í heilnudd og heitapott!!
Hljóp 5 km í dag, 4 km í gær, það er ekkert smá hressandi að skipta yfir í hlaupið eftir alla róunina og skrýtna skíðatækið eða hvað það nú er... Maður verður orðin fínn í nýja bikiníinu fyrir ferðina;)

Er að vinna í því að koma öllum myndunum af símanum hans Jóns yfir á tölvuna, virkar eitthvað heldur illa, vil síður setja inn þetta PC Suite sem gerði tölvuna hans Jóns bilaða um daginn:/ Afhverju þarf alltaf að gera nýja tækni svona flókna, þetta á að vera einfalt og þægilegt finnst mér, annað er bara pirrandi.

Yfir og út!

20080307

Búin að senda umsóknir!

Jæja, þá er ég loksins búin að senda inn umsóknirnar fyrir háskólann í haust!

Ég er búin að vera að vinna í þeim í margar vikur, síðustu 3 vikurnar hef ég sífellt verið að skipta um skoðun um hvað mig langaði að sækja um og í hvaða röð, en í gær ákvað ég bara að ljúka þessu af.

Svona er priority röðin:

1. International Business
2. International Business & Politics
3. Business Administration & Service Management
4. HA (Jur)
5. Business, Language & Culture (með Þýsku sem tungumál)
6. HA
7. Erhvervssprog... Engelsk med Interkulturelle Marketing

Og svo kemur í ljós þann 29 júlí hvað ég enda á að gera næstu þrjú árin:)

20080305

5km

21:42. Nú eru bara 130km eftir fyrir 1. maí

20080302

Hawaii Afmæli

Fórum í samtals sextugsafmæli í gær á Sólbakken, sem er óopinbern nafn á húsi.

Þemað var Hawaii, eitthvað gleymdist þó að impra á fatareglum við okkur því allir voru í húllapilsum og kókoshöldurum (reyndar bara þrír en hljómar vel). Við fengum sett upp krans og svo var tekið til við að djamma og drekka og limbóast, ég náði ekki að limbóast niður fyrir metrann. Minnsta manneskjan á svæðinu náði ekki svo góðum hlutfallslegum árangri svo ég krýndi sjálfan mig Limbó kónginn við litla eftirtekt:)

Semsagt mjög gaman, takk fyrir mig og til hamingju með afmælið enn og aftur Hrönn.Á leiðinni heim keyrðum við framhjá fólki í svörtum fötum stara á lögreglumenn í óeirðabúningum. Átti að vera töff en var rrekar vandræðalegt.

20080301

10km aftur

nú á 47:12

Kenni setuverk um verra gengi.

Nýr mánuður

Jæja fólk

Þá er kominn nýr mánuður - Mars. Til hamningju.

10.000

46:34