20080309

Ungverjaland eftir viku!

Afi var í heimsókn hjá okkur um helgina, það var æðislegt. Fórum út að borða og fórum yfir allt varðandi Ungverjalandsferðina.

Erum orðin mjög spennt fyrir ferðinni, ég get ekki beðið eftir að fara í heilnudd og heitapott!!
Hljóp 5 km í dag, 4 km í gær, það er ekkert smá hressandi að skipta yfir í hlaupið eftir alla róunina og skrýtna skíðatækið eða hvað það nú er... Maður verður orðin fínn í nýja bikiníinu fyrir ferðina;)

Er að vinna í því að koma öllum myndunum af símanum hans Jóns yfir á tölvuna, virkar eitthvað heldur illa, vil síður setja inn þetta PC Suite sem gerði tölvuna hans Jóns bilaða um daginn:/ Afhverju þarf alltaf að gera nýja tækni svona flókna, þetta á að vera einfalt og þægilegt finnst mér, annað er bara pirrandi.

Yfir og út!