20080430

200 km búnir

Áramótaheitið uppfyllt.

Í gær átti ég 20 km eftir, en þá tók ég endurtalningu og vegna samviskulegrar yfirsjónar voru víst 48 km eftir. Svo ég tók 16 km í gær, man ekki tímann. og 32 km í dag. Það var erfitt en það hafðist.

20080429

Myndir!

Vorum að setja inn myndir frá París '07:)

20080428

20 km eftir

10 km á 48:57 og seinni 10 km á 52:45

20080426

40 km eftir

10 km á 49:34
5 km á 24:06

20080425

55 km eftir

10 km á 48:06 og seinni 10 km á 52:22

20080424

20080421

85 km eftir

10 km í byrjun ræktar á 49:53 og 5 km í enda ræktar á 23:45.

20080418

Eldur!

Fyrir hálftíma síðan sátum við Jón í sófanum og vorum að sjá smá sjónvarp fyrir svefninn (og ferðina okkar til Slóveníu á morgun) þegar við heyrðum sprengingu.
Ég leit út um gluggann og sagði "Heyrðu, það er byrjað að snjóa!". Nei, þá voru þetta eldagnir sem svifu yfir götuna... þegar við litum út um gluggann héldum við að það væri kviknað í stigaganginum hliðina á okkur, eldurinn náði hátt til himins og speglast í húsinu á móti. Þetta var þó ekki næsti stigagangur, heldur Volvo umboðið hér hliðina á.

Við tókum þetta myndband..

20080414

20080413

Rækt

10 km á 47:45
10 km á 49:53

110 km eftir og 17 dagar. Úff þetta verður tæpt.

20080408

Tungumálakunnátta

Erum búin að vera með áskrift að Politiken undanfarna mánuði, æðislegt að lesa dönskuna. En þetta er algjört pappírsflóð, blaðið kemur út í 5 mismunandi brotum og maður þarf að ná matarborðinu tómu til að lesa þetta almennilega.

Því ákváðum við að segja upp áskriftinni. Ég tók mig til og hringdi niðreftir (þó það sé enginn halli niðrí miðbæ) ætlaði að nota frábæra dönskukunnáttu og segja God dag, Jeg har et abonnement hos Politiken men jeg vil ikke fortsætte med det.

Í staðin sagði ég "Guten tag, Ich habe ein..." svo stoppaði ég, ég var að tala þýsku ekki dönsku. Ég skipti snarlega yfir í ensku því þetta kom svo á mig, laumaði meiraðsegja inn "nei ég meina" á íslensku í hita leiksins.

Það er greinilega farið að segja til sín að við horfum á allar bíómyndir með þýsku tali núna.

20080404

Ungverjar eru sniðugir

Eitt kvöldið vorum við á röltinu og í Kesthely (borið fram Kesthey) með bjór í hönd og rauðvín á vörum.

Jafnvel að maður væri að hugsa um að detta inn á næsta bar og kíkja á snyrtinguna... en þá... sá ég þetta æðislega skilti.

Fólk getur farið á klósettið og hangið á netinu á meðan:) Bara í Ungverjalandi hafa þeir Internet Toilette.

20080403

Ungverjaland

Myndir komnar heill hellingur af myndum frá ferð okkar til Ungverjalands.

Þær eru ekki í tímaröð því framleiðendur myndavéla og umsjónamenn myndasíðna hafa ekki pælt í því hvernig það gerist sjálfkrafa.

http://picasaweb.google.com/jonogbryndis

hmm what else?

Hjólandi

Loksins getur maður byrjað að hjóla aftur eftir þessar útlandavikur. Hjólaði hingað við hliðiná á Parken og kauptaði miða á sunnudagsleikinn á móti MiðJótlandi, þessir mið jósku menn mun ekki koma heilir frá þessari viðureign.

Viva FCKAnnars er gaman að vera komin aftur heim, hundurinn viðhliðina gelti hressilega á mann þegar hann reyndi að komast framhjá hálfopinni hurðinni til að glefsa í mann og Nettó er víst 1,5 sinnum dýrari en Tesco við Balaton vatn.