20081022

Kebab





Kebab

Ég og Binni tókum shawarma fyrir FCK leik um daginn. Það var mesta snilld, eins og sést á fjölda krydda var þetta sterka gerðin.

Að sjálfssögðu vorum við í FCK búningum á meðan.


20081020

Harður bransi



Bryndís bauð mér í Tívolíið á ljósanótt, fékk þetta í gegnum fínu vinnuna sína hjá E&Y. Við skemmtum okkur eins og kóngar, sjá mynd með slik í munni:)

Já lífið gengur sinn vanagang hjá okkur sambýliskornunum, skóli og svona. Mesta vandamálið er þrálát sprungin dekk á hjólinu mínu.

Það dettur inn próf á föstudag, mér finnst ég hræðilega lélegur að læra. Er samt ekki eins lélegur og bekkjarfélagi minn, Kani, sem næstum því grenjaði þegar hann bað mig um að lána sér glósurnar mínar. Af því hann sagðist vera gersamlega fallinn og ekkert gæti bjargað honum, ekki einu sinni að nota næstu 4 daga til að redda sér... skil ekki svona. En hvað er það annars að reyna að fá glósur annarra? Glósurnar mínar eru greinilega frábærar, mér fannst þær skítur þangað til hann rendi yfir þær. Ég hefði aldrei nennt að renna yfir glósur annarra... en nóg um neikvæðni.

Lífið er gott:)


20081002

332

332 kílómetrar af 500 komnir í hús, það er búin að vera mikil leti undanfarið.