20080307

Búin að senda umsóknir!

Jæja, þá er ég loksins búin að senda inn umsóknirnar fyrir háskólann í haust!

Ég er búin að vera að vinna í þeim í margar vikur, síðustu 3 vikurnar hef ég sífellt verið að skipta um skoðun um hvað mig langaði að sækja um og í hvaða röð, en í gær ákvað ég bara að ljúka þessu af.

Svona er priority röðin:

1. International Business
2. International Business & Politics
3. Business Administration & Service Management
4. HA (Jur)
5. Business, Language & Culture (með Þýsku sem tungumál)
6. HA
7. Erhvervssprog... Engelsk med Interkulturelle Marketing

Og svo kemur í ljós þann 29 júlí hvað ég enda á að gera næstu þrjú árin:)