20080314

Hávaði - uppfærsla

Gleðilegan föstudag!

Ég get ekki orða varist. Ég vaknaði við hávaða og hristing enn og aftur. Þegar ég leit á klukkuna þá ætlaði ég að missa andlitið. Klukkan var 6:30 og þeir voru komnir á fullt skrið í að brjóta og bramla stéttina fyrir framan rúðuna okkar!

6:30!!!!!

En ég dó nú ekki ráðalaus, heldur tók ég sængina mína og koddann, og fór fram í stofu, lokaði svefnherbergishurðinni, og lagði mig í sófann - og þar svaf ég!