20080302

Hawaii Afmæli

Fórum í samtals sextugsafmæli í gær á Sólbakken, sem er óopinbern nafn á húsi.

Þemað var Hawaii, eitthvað gleymdist þó að impra á fatareglum við okkur því allir voru í húllapilsum og kókoshöldurum (reyndar bara þrír en hljómar vel). Við fengum sett upp krans og svo var tekið til við að djamma og drekka og limbóast, ég náði ekki að limbóast niður fyrir metrann. Minnsta manneskjan á svæðinu náði ekki svo góðum hlutfallslegum árangri svo ég krýndi sjálfan mig Limbó kónginn við litla eftirtekt:)

Semsagt mjög gaman, takk fyrir mig og til hamingju með afmælið enn og aftur Hrönn.Á leiðinni heim keyrðum við framhjá fólki í svörtum fötum stara á lögreglumenn í óeirðabúningum. Átti að vera töff en var rrekar vandræðalegt.