20080110

Bandaríkin

Eftir að skóla sleppir í sumar hefst Bandaríkjaferðin. Ferð sem mun teygja anga sína eins víða og hægt er á einu sumri án þess að sleppa afslappelsi á ströndum landsins.

Stúfur gaf okkur ferðahandbók um helstu staði sem aðrir ferðalangar hafa mælt með á þessu víðfema svæði. Næsti mánuður eða svo fer í að plana smáatriðin varðandi hvaða borgir skal skoða, hvaða sveitir skal skoða, hvaða frægu staði skal skoða og hvaða fólk skal tala við og umgangast.Svo náum við vonandi að sjá endurgerð af helstu orrustum Þrælastríðsins.Meira seinna