20070914

Neytandinn

Jæja

Það er ekki hlaupið að því að fá afgreiðslu í dönskum bönkum fyrir útlendinga eins og mig. Reyndar er enginn AML spurningalisti:) Við fórum í banka, og af því maður er vanur að vera í stórum banka hélt ég að slíkt hið sama ætti við hér í útlöndum. Fórum í Nordea við Nörreport, af því það er svo miðsvæðis. Þurftum að skrifa nöfnin okkar á heilan helling af pappír eins og við er að búast og svo bara þetta samtal.
Nordea "Já takk bæ" ...
Jeg "hmmm getur maður fengið svona DanKort eins og allir tala um?"
Nordea "Nei við gerum ekki svoleiðis í Nordea, fyrst verðuru að sýna frammá reglulegar tekjur í 6 mánuði"
Jeg "ok en ég get ekki fengið námslán fyrr en eftir nokkra mánuði, ég get kannski lagt inn á reikninginn einhverja upphæð til að tryggja ég fái kortið?"
Nordea "Nei þú verður að vera með tekjur, hvað eru námslán?"
Jeg "Tekjurnar mínar"
Nordea "Þú getur ekki lifað á lánum"
Jeg "Segðu Íslenska ríkinu það"
Nordea "Hvad siger du?"
Jeg "Ikke noget, ok þetta er semsagt kort sem maður getur notað útí búð og á netinu?"
Nordea "Já að sjálfssögðu svo virkar það líka í Hraðbanka, litli snáði"
Jeg "Ok það er hægt að greiða með þessu allstaðar?"
Nordea "Já allstaðar, engin vandamál"

Síðar fengum við Pin númer fyrir netbankann og frábært Pin númer fyrir kortið (samt ekki betra en fyrsta pin númerið mitt sem var 3333) og kortið sjálft. Gátum frekar auðveldlega látið allt virka þannig maður færi að halda nú væri þetta bara komið, næst væri komið að því að læra heima og mæta í skólann:)

Því miður er hins vegar ekki hægt að nota þetta kort til að kaupa nokkurn skapaðan hlut í nokkurri búð né netverslun.

Eins gott maður er með Kaupþingskortið sitt:)