Það gerðist alveg ömurlegur hlutur í dag.
Á leið heim úr skólanum týndi ég veskinu mínu.
I kid you not.
Aflæsti hjólinu fyrir utan skólann, skundaði heim á leið, en þegar þangað var komið var veskið með lyklunum farið.
Þar sem ég geymi bæði lyklana mína og kortin í þessu litla sæta bláa veski þá kallaði þetta á major breytingar.
Ég er búin að láta loka kortunum og er að fá til mín lásasmið til að skipta um læsingu (það vill nefninlega svo skemmtilega til að sygesikringskortið mitt er líka í veskinu, með heimilisfangi og alles :S)
UUURRGGGhh, ég er brjáluð!
20071128
Veskið týnt!!
Skrifað af
Bryndís
Klukkan
15:04
|
20071126
Skattar
Í kjölfar frétta um beitungu George Bush á neitunarvaldi vegna fyrirhugaðra breytinga á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, fór ég að skoða skattakerfið þeirra.
Það er ekki auðvelt.
Ég leitaði hátt og lágt, googlaði og komst svo inn á IRS síðuna, eða "skattstofu" Bandaríkjamanna.
Þar er að finna ýmsar upplýsingar og enn fleiri eyðublöð, hvert öðru flóknara... en engar tölur.
Í raun og veru skil ég ekki hvernig í ósköpum eðlileg manneskja getur fyllt út skattframtalið sitt þarna - þrátt fyrir gífurlegar gáfur mínar þá átti ég erfitt með einu sinni að vita hvar maður ætti að skrifa nafnið sitt!
Sjá dæmið hér að neðan, þetta er eitt einfaldasta eyðublaðið:
http://www.irs.gov/pub/irs-pdf/f1040.pdf
Síðan missteig ég mig inn á Wikipedia, og þá fór ég loksins að nálgast markmiðið.
Þar voru tölur yfir skatta í m.a. UK, Ástralíu ...og að sjálfsögðu USA.
Þetta minnti mig dálítið á málið með The Bradley, bardagatólið úr The Pentagon Wars (algjör must-see mynd).
Ástæðan er sú að sama hringavitleysan virðist hafa gerst í uppbyggingu skattakerfisins.
Það virðist vera að einhver starfsmaður skattsins hafi fyrir 40 árum búið til eyðublað. Síðan kom aðili númer tvö og fannst þetta voða sniðugt, en það væri enn sniðugra að bæta við reit fyrir heimilisköttinn, setjum hann bara ...emm...þarna á milli (strok strok, strika yfir, krot krot).
Síðan kom sá næsti.
Nr 2"Já, þetta er ágætis plagg, en nú ætlum við að skattleggja barnabætur til að eiga fyrir lágmarks heilbrigðisþjónustu"
Grafískur hönnuður: "En það er ekki pláss þarna, eigum við ekki bara að búa til einfalt fylgirit sem þarf að fylla út ef við á?"
Nr 2: "Nei! Það gengur ekki, vippaðu þessu bara þarna á milli, og settu bara ör sem bendir þangað, já og neðanmálsgrein til að koma fyrir smáa letrinu, já og hafðu eina punktalínu hér, en ég vil ekki hafa punktalínu í næstu grein, þar vil ég hafa... emm... ör og kassa!"
Og svona hélt það áfram næstu 40 árin, þar til skattarnir voru komnir "niður í" 35%, búið var að leggja niður heilbrigðisþjónustuna, og einfaldasta eyðublaðið var komið í 76 liði, þar af suma með 3-4 undirliði.
Þetta er orðið eins og með kosningaeyðublöðin, þú þarft að vera með háskólapróf til að skilja það, og jafnvel þótt þú gerir þitt besta til að svara rétt, þá endarðu með vitlausan forseta, skattinn á hælunum og ógreiddann VISA reikning - og þegar stressið leiðir til hjartaáfalls þá er það eina að biðja til guðs, því spítalinn tekur ekki við þér, skuldugum manninum.
Voru ekki Bandaríkjamenn á móti skattlagningu, er það ekki ástæðan fyrir að ekki er hægt að vera með velferðarkerfi né halda úti almennilegu opinberu skólakerfi?
En hvað veit ég, litli skandinavíubúinn sem borga heil 38% í skatta og þarf að lifa við það ófrelsi og kúgun sem fylgi ókeypis heilbrigðisþjónustu, ókeypis skólum, og svo framvegis. Þetta jaðrar við...þori ég að segja það, bera fram nafn kölska?.... sósíalisma... NEEEEEIIIIII!!!!
Ég ætla samt að láta mig hafa það, vegna þess að það er svo skemmtilegt að hjóla hérna úti í Danmörku.
Enn og aftur - ég mæli með Pentagon Wars, see it or be it..
Skrifað af
Bryndís
Klukkan
15:03
|
20071122
Tap
Fórum á Ísland - Danmörk í gær. Mikil vonbrigði.
Töpuðum 3-0, og ekki nóg með að maður þurfti að horfa upp á það, heldur var ískalt í stúkunni allan tíman.
Ég gat ekki beðið eftir að komast heim og fara undir sæng, vaknaði rám og kvefuð, frábært.
Ljós punktur á deginum er að það er tæplega mánuður þangað til við komum heim! :D
Nú er bara að læra og læra og læra fyrir prófin og svo home sweet home!!!
Vei!
Skrifað af
Bryndís
Klukkan
13:32
|
20071120
Sprungið
Það sprakk!
Reyndar ekki með látum, en afturdekkið mitt er lofttómt. Fór með það í þriðja skipti í Júpíter til að láta laga. Vona þeir nái að redda þessu í þetta skipti.
En ámeðan við tölum um svona dekkjavandamál þá fyrir ekki svo löngu síðan lenti ég í atviki, atvik sem kemur Mözdunni minni 323F við. Ég var um morguninn 17. júní árið 2004 á leiðinni að vestan, þegar...
Sá dekkið skoppa
Mér við hlið
Mölin sá um að stoppa
Ég heyrði bara nið
Steig útúr bílnum
Dekkið skrapp í móann
sá eftir bremsudílnum
Settist hjá mér lóann
Það sem gerðist semsagt var að vinstra framdekkið fór undan bílnum, þá samdi ég þetta ljóð. Varðandi Bremsudílinn þá hafði ég nýverið látið skipta um bremsuborða og mennirnir höfðu ekki fest nógu vel:(
Skrifað af
Jon Minn
Klukkan
16:17
|
20071119
Bubbi
Fór á Bubba á föstudaginn, algjör snilld.
...Verð samt að viðurkenna að mér finnst hann orðinn heldur meyr kallinn.. Þrátt fyrir að hann hafi tekið nokkra af gömlu snilldarslögurunum, þá hékk hann alveg í nýju lögunum um sólkjóla og brún augu og blá augu og svo fram eftir götunum.
Rómeó og Júlía björguðu samt kvöldinu, hallelúja!
Núna er bara mánuður í heimferð :-D
Skrifað af
Bryndís
Klukkan
15:26
|
20071116
20071113
They Suck trailer
Myndin sem á eftir að gera Bryndísi fræga...
Hún leikur vampírubana sem á eftir á drepa ógeðslega margar vampírur með trékrossinum og silfurkúlunum sínum. Sá hana um daginn bræða í full metal jacket áður en hún fór út eitt kvöldið, þær eru víst svaðalegar vampírurnar í Baunalandinu.
Publish
Skrifað af
Jon Minn
Klukkan
23:56
|
20071111
Nýklipptur
Skrifað af
Bryndís
Klukkan
23:20
|
Baka
Bakaði böku í fyrradag, hún var algjört gúmmelaði.
Baka er alveg frábært konsept, maður getur notað eiginlega allt sem maður á til í ísskápnum.
Þannig að ef þú átt egg og mjólk þá er bara að skvetta degi í bökuform og setja allt tiltækt ofan í, sveppi, brokkolí, tómata, spínat, ost, rækjur............................................ anything.......
Skrifað af
Bryndís
Klukkan
23:04
|
20071110
Ekki sjóða egg í örbylgjuofni!!!
Þessum góðráði kynntist ég áðan.
Ég varð svöng, langaði í smá nart, ákvað að fá mér linsoðið egg, en nennti ekki að setja vatn í pott og bíða eftir að það soðnaði.
Þannig að ég setti eggið bara í skál með vatni, og inn í örbylgjuofn á 4,5 mínútur.
Þegar þær mínútur voru úti kallaði ég á Jón og spurði hversu lengi maður væri aftur að linsjóða egg, "6-8 mínútur" sagði hann. Ók, hugsaði ég með mér, ég set þær þá á 1,5 mínútur í viðbót.
Þetta kann að hafa bjargað andliti mínu.
Þegar sekúndurnar töldu niður "9...8...7...6.." þá var ég orðin svo svöng að ég lá nánast með andlitið á örbylgjuhurðinni, allt í einu leit ég samt upp, og þá "...1..0..." sprakk hurðin upp!!
Þúsund hlutir flugu í gegnum höfuðið á mér, ég hélt að ég hefði sprengt örbylgjuofninn upp og hurðin væri flogin af.. en sem betur fer var eggið það eina sem hafði sprungið, það voru eggjaslettur upp um alla veggi.
Nú erum við búin að þrífa.
Ég er ennþá svöng...namm, ætti ég að fá mér egg??
Skrifað af
Bryndís
Klukkan
17:36
|
20071109
Rok
Það er loksins kominn smá íslenskur kaldi hingað í Baunaland. Lægðin sem á að leggja Holland í rúst hefur fretað smá í áttina.
Endilega skoðið sjálf. Svo mæli ég með því að fólk skoði Google fréttaveituna.
Skrifað af
Jon Minn
Klukkan
15:38
|
Læra læra læra
Nú er bara rétt rúmur mánuður eftir af kennslu og ég er farin að stressast.
Stærðfræðikennarinn minn er að fara á taugum því við eigum svo mikið eftir og honum finnst bókin alveg ómöguleg og fólkið sem gerir prófin algjörir bjánar.
Þannig að ekki eingöngu er hann að staglast á því að við náum örugglega aldrei að fara yfir allt fyrir prófið, heldur vill hann ekki kenna okkur aðferðirnar í bókinni, heldur "sínar" reglur... mjög traustvekjandi.
Ég er dáldið hrædd um að þetta sé eins og spænskukennari væri að kenna manni ítölsku fyrir próf. Ég sem hélt að stærðfræði væri eina alþjóðlega tungumálið...
Í gær setti hann svo rjómann á kökuna þegar hann sagði að ef við lærðum ógeðslega mikið þá ættum við alveg að geta fengið 6 á prófinu (þ.e. 5 á íslensku).
Vá, frábært.
Ég ætla að halda áfram að læra.
Skrifað af
Bryndís
Klukkan
13:57
|
20071107
Vindaborgin
Thad er mjøg vindasamt i dag, innandyra sem utan.

Skrifað af
Bryndís
Klukkan
09:20
|
20071106
Tedrykkur
Við bjuggum til nýjan uppáhaldsdrykk eftir að við fluttum hingað út.
Hann er allt í senn, góður, frískandi og hreinsandi.
Eftir því sem ég eyði meiri tíma í stofunni yfir bókunum þá fjölgar lítrunum sem ég innbyrði af þessum svokalla Tedrykk.
Hann er mjög einfaldur og fljótgerður:
1 bolli grænt te (set oft ávaxtate með í bollann)
1/2 lime kreist
1/2 appelsína
Klakar
Ískalt vatn
Síðan má bæta við eins mikið af ávöxtum eða mismunandi te eins og hver vill.
-Þetta gerir uþb 1-1,5 lítra af drykk, eftir styrkleika.
Það er æðislegt að setja hnetublöndu í litla skál til að narta í með þessu (t.d hesli-og pekanhnetur).
Skrifað af
Bryndís
Klukkan
12:56
|
20071105
"I'll make him an offer he can't refuse"
Við höfum verið að njóta afraksturs afmæliss Jóns síðustu vikuna.

Skrifað af
Bryndís
Klukkan
11:13
|
20071103
Baby's famous!
Kvikmyndagerðasnillingurinn Erlingur Thoroddsen er búinn að setja trailerinn fyrir nýju hrollvekjustuttmyndina sína " They Suck" á Youtube.
McBibbs leikur þar vampýrubana, reyndar svo vel að ég er nú í viðræðum við WB um að leika Buffy í næstu seríu... I'll keep you posted ;)
Skoðið trailerinn hér
http://www.youtube.com/watch?v=IUewKzuJiJY
Luv.. Baby McBibbs
Skrifað af
Bryndís
Klukkan
00:41
|