20080130

20 km komnir 180 eftir

Tók 5 km á 22 mínútum sléttum. Var í nettri keppni við gaurinn við hliðina, við byrjuðum á sama tíma og ég náði 100 metra forskoti á fyrstu 500 metrunum og hélt því allt til enda. Var reyndar kominn með 170 metra forskot í blárestina.

Þetta voru víst 300 kaloríur samkvæmt vélinni

20080128

Facebook rugl

Prófessorarnir í CBS halda að Facebook sé álið. Þeir nota Facebook sem dæmi um hvernig internetið og samskipti manna þróast með tilkomu nýrrar tækni.

Umræðan í frímínútum(:)) snerist að miklu leyti um hversu ofmetið fyrirbærið er og hversu mikil upplýsingamengun er í gangi á Facebook. Fyrst höfum við "Wall" svo "SuperWall" svo "FunWall" svo "Poke", "SuperPoke" og "FunPoke. Að ekki sé talað um hina endalausu getraunir, ruslpóst sem fólk sendir (sendu þetta og 6 evrur fara til Unicef), einnig allskyns ófreskjur sem ráðast á aðra og svo er jafnvel hægt að kaupa vini annarra og bjóða fólki uppá rosalegt fyllerí.

Ég hef spáð fyrir um dauða Facebook og held mig við þann spádóm. Ofmetið ferlíki sem mun á endanum verða eins og gömlu "blogspot" heimasíðurnar:)

Atli



Hann er svo sætur

Annað slagið Rækt

Fórum í tíma í gær, tókum 5km á róðrartækinu.

Af markmiði mínu fyrir 1. maí (200km) er ég kominn með 15 km.
Fyrsta skiptið eftir áramót 23:37
Annað skiptið 22:57
Þriðja skiptið, fætur fastir einungis hendur notaðar 26:37.

Það verða reglulegar uppfærslur eftir því sem ég mæti í ræktina.

20080117

Grasekkill

Næstu dagana verð ég aleinn hér á Fogedgården, Bryndís komin til föðurlandsins enn á ný.

Við Sabbi munduðum eldhúsið og steiktum borgara áðan, beikon til hliðar og alíslensk hamborgarasósa yfir það heila.

20080110

Bandaríkin

Eftir að skóla sleppir í sumar hefst Bandaríkjaferðin. Ferð sem mun teygja anga sína eins víða og hægt er á einu sumri án þess að sleppa afslappelsi á ströndum landsins.

Stúfur gaf okkur ferðahandbók um helstu staði sem aðrir ferðalangar hafa mælt með á þessu víðfema svæði. Næsti mánuður eða svo fer í að plana smáatriðin varðandi hvaða borgir skal skoða, hvaða sveitir skal skoða, hvaða frægu staði skal skoða og hvaða fólk skal tala við og umgangast.



Svo náum við vonandi að sjá endurgerð af helstu orrustum Þrælastríðsins.



Meira seinna

Hvít Jól



Fengum hvít jól í ferðinni til föðurlandsins. Fengum líka allskyns góðgæti að borða og þökkum við kærlega fyrir það.

Danir eru búnir að taka niður allt jólaskrautið, voru reyndar ekki búnir að setja það upp þegar við fórum 20. des. Ég held uppi jólaskreytingum okkar enn um sinn, enda talsvert myrkur enn um sinn hér hjá Baunum.

Það fer reyndar að styttast svolítið í vorið og sumarið, hlakkar til:)