20070825

Tungumálaörðugleikar

Danir eru erfiðir, þeir tala allt á "skide smart, alt muligd" en svo þegar þeir finna maður er smá efins um fallbeygingu einstakra atviksorða, þá skipta þeir yfir á Ensku með dönskum hreim. Maður nær ekkert að tala, en Bryndís nær reyndar að tala helling því þeir skilja hana svo vel.

Annars segja "Þeir" að við fáum íbúðina á föstudaginn.

Ég get ekki skráð mig inn í landið fyrr en þá. Bryndís náði að skrá sig í íbúðina hennar Sigríðar en ekki ég. Það þýðir að ég get ekki keypt mér farsíma, get ekki stofnað reikning í banka. Get ekki fengið mér dankort.

Ég get hins vegar, legið í garðinum (hámark 15 mín), keypt æðislegan mat í hinum ýmsustu búðum (ef ég man eftir að fara reglulega í hraðbanka), labbað alveg helling og ferðast í strætó.

Erum að leita að svefnsófa fyrir Agga og Siggu, vonandi text að finna í tæka tíð.

20070822

TIVOLI


Þetta var nú meiri dagurinn.

Í dag fór Baby Jay í Tivoli!
Ég ætlaði nú ekki að þora í stóru tækin, er með aðeins of veikt hjarta fyrir þannig lagað. Til að allir gerðu sér nú örugglega grein fyrir hver væri hér á ferð, þá lét ég sérútbúa fyrir mig derhúfu með stöfunum mínum, den var superfedt.

Hinsvegar ákváðum við að fara nú í nokkur tæki þar sem við vorum búin að kaupa rándýran Turpass - og sú upplifun kom mér bara ansi mikið á óvart! Ég staulaðist upp í lítinn "rússíbana" sem ég hélt að gæti nú ekki verið svo skelfilegur, þar sem þetta var eitt af "fjölskyldu" tækjunum og ekkert nema krakkar og gamalt fólk í kringum okkur í honum.

En svo fór tækið af stað....svjússs.......wrinnnggg......og steyptist svo niður í hyldýpið og kastaðist aftur upp yfir hæðina ....svinnnnggg......svjússsh.... á meðan ég öskraði hvað ég gat og hló og hikstaði og ég veit ekki hvað. Ég setti upp tjaldbúðirnar. Þarna ætlaði ég að vera.

Síðan fundum við kassabílana. Hver hefði vitað hversu mikið adrenalín kikk maður fær af því að vísvitandi klessa á fólk og litla krakka. Ég var óstöðvandi og algjörlega hafin yfir lög þar sem ég kastaðist um gólfið á rauðu eldingunni, kremjandi allt sem í vegi mínum varð eins og skordýr, hviss, bamm, búmm - my Baby drove me down...

Ég ætla ekki einu sinni að fara út í Bollaævintýrið, sú upplifun mun lifa með mér lengi, segi ekki meira. Og já- svo er mér orðið ljóst að ég kann ekkert að skjóta úr byssu.

Enduðum góðan dag á Wagamama. Mér dettur alltaf í hug önd þegar ég heyri þetta nafn. Waggíwaggí, bra bra. - nei?

20070820

Vekjaraklukka

Erum komin út, án farsíma og vekjaraklukku.

Hver hefði trúað því það myndi verða vandamál að hafa ekki vekjaraklukku? En ég reddaði mér með vekjaraklukku á netinu http://onlineclock.net/ og náði að vakna, ég fer nefnilega í dagskrá með samnemendum mínum og vildi ekki sofa yfir mig.

20070815

Nágrannaþjóðir

Hvernig ætli þessir danir séu í daglegri umgengni? Ætli þeir séu hressir í bjórnum á þriðjudagskvöldum? Ætli þeir haldi gleðilega fimmtudaga? Ætli þeir taki skokkið á morganana eða morgunhjólreiðatúr. Ætli þeir séu neikvæðir eða jákvæðir.

Engin Suður-Kórea allavega

20070811

1. færsla

Nokkuð gott. Fogedgården 9, 2200 copenhagen