20080820

Endurkoma í Kaupmannahöfn

Komin til baka á elliheimilið á Fogedgården, gamla fólkið mjög áhugasamt um ferðalög okkar í sumar. Maður fær tækifæri til að æfa dönskuna og ramba inná réttan skilning með stundum löngum samtölum.

Maður var kominn í góða rútínu eftir veturinn með sitt danska líf áður en við fórum eftir prófin til Íslands. Sjáiði bara hvað ég var danskur. Fékk þessar grifflur í hjólabúð á 25 danskar. Ætlaði að nota þær í ræktinni en vissi það alveg þegar ég keypti þær að ég myndi aldrei aldrei aldrei láta sjá mig í ræktinni með þessa viðbjóðslegu hanska.

Veit ekki alveg af hverju ég pósta þessari mynd á bloggið en mér finnst lesendur eigi skilið að sjá hana.

Fyrsta árlega 17. júní grillið var haldið hjá okkur í sumar. Anna og Óskar voru í heimsókn með Atla Dag. Hrönn og Jói komu með Viktoríu og Grétar ásamt Sabba, Kára og Sigríði. Íslenskt lambakjöt var á boðstólum ásamt dönskum pullum og öðru meðlæti.


Heima á Íslandi skelltum við í Sushi bita við mikinn fögnuð


Að sjálfssögðu gerðist margt annað en hver hefur tíma til að útlista það?

Rétt er að taka það fram að ég tók að sjálfssögðu góða bendingu úti á landi, í bústað afa og ömmu hennar Bryndísar. Sjá hér fyrir neðan.


Freydís og Sigga komu í heimsókn til Bryndísar eitt kvöldið og fiktuðu í hárinu á henni.


Millilentum á Kaupmannahöfn áður en við héldum til Ungverjalands. Borðuðum þetta einn daginn.


Afar ljúffengt, sérstaklega í hitakófinu sem var hérna í lok júlí. Ísbirnirnir héldu sig í vatninu yfir hádegið.





Sjáiði hvað við erum flott kóngafólk? Frederik og Marie hvað.

20080803

308/500

Ungverjaland á miðvikudaginn.