20080128

Facebook rugl

Prófessorarnir í CBS halda að Facebook sé álið. Þeir nota Facebook sem dæmi um hvernig internetið og samskipti manna þróast með tilkomu nýrrar tækni.

Umræðan í frímínútum(:)) snerist að miklu leyti um hversu ofmetið fyrirbærið er og hversu mikil upplýsingamengun er í gangi á Facebook. Fyrst höfum við "Wall" svo "SuperWall" svo "FunWall" svo "Poke", "SuperPoke" og "FunPoke. Að ekki sé talað um hina endalausu getraunir, ruslpóst sem fólk sendir (sendu þetta og 6 evrur fara til Unicef), einnig allskyns ófreskjur sem ráðast á aðra og svo er jafnvel hægt að kaupa vini annarra og bjóða fólki uppá rosalegt fyllerí.

Ég hef spáð fyrir um dauða Facebook og held mig við þann spádóm. Ofmetið ferlíki sem mun á endanum verða eins og gömlu "blogspot" heimasíðurnar:)