Við höfum verið að njóta afraksturs afmæliss Jóns síðustu vikuna.
Hann fékk nefninlega algjörar snilldar gjafir.
Frá mér fékk hann m.a. fyrstu seríuna af ROME... sem við gúlpuðum í okkur á rúmum sólarhring :-S
Síðan fékk hann frá systur sinni og mági Godfather trílógíuna - og VÁÁ! Horfðum á tvær þeirra yfir helgina (með dags millibili, tók ekki brjálæðið á þetta eins og með Rome) og þær eru rosalegar.
Beatrice Kiddo - farðu í aftursætið, því Don Vito Corleone (Marlon Brando) er án alls vafa svalasti karakter kvikmyndasögunnar og Robert DeNiro gefur honum ekkert eftir sem Vito á yngri árum. Michael Corleone fylgir þar fast á eftir, alveg ííískaldur !
"...I'll make him an offer he can't refuse"

Svona nú - Skundastu á leigurnar!
|