20071110

Ekki sjóða egg í örbylgjuofni!!!

Þessum góðráði kynntist ég áðan.

Ég varð svöng, langaði í smá nart, ákvað að fá mér linsoðið egg, en nennti ekki að setja vatn í pott og bíða eftir að það soðnaði.
Þannig að ég setti eggið bara í skál með vatni, og inn í örbylgjuofn á 4,5 mínútur.
Þegar þær mínútur voru úti kallaði ég á Jón og spurði hversu lengi maður væri aftur að linsjóða egg, "6-8 mínútur" sagði hann. Ók, hugsaði ég með mér, ég set þær þá á 1,5 mínútur í viðbót.

Þetta kann að hafa bjargað andliti mínu.

Þegar sekúndurnar töldu niður "9...8...7...6.." þá var ég orðin svo svöng að ég lá nánast með andlitið á örbylgjuhurðinni, allt í einu leit ég samt upp, og þá "...1..0..." sprakk hurðin upp!!
Þúsund hlutir flugu í gegnum höfuðið á mér, ég hélt að ég hefði sprengt örbylgjuofninn upp og hurðin væri flogin af.. en sem betur fer var eggið það eina sem hafði sprungið, það voru eggjaslettur upp um alla veggi.

Nú erum við búin að þrífa.
Ég er ennþá svöng...namm, ætti ég að fá mér egg??