Í dag fæddist myndardrengur og gerði mig að móðurbróður.
Ég býð spenntur eftir myndum af litla manninum en af lýsingum af dæma er hann með mikið ljóst hár. 15 merkur.
Meira seinna
20071031
Myndardrengur
20071029
Cool Cats
Í framhaldi af æðislegri mynd sem Sóley bloggaði á Hangerladies síðunni (www.blog.central.is/hangerladies) fór ég á vefflakk og fann mynd sem sannar kenninguna mína:
Skrifað af
Bryndís
Klukkan
22:36
|
Alltaf að græða
Í gær græddi ég klukkutíma.
Ég hef ákveðið að geyma hann og nota í prófunum í desember, þangað til verð ég einni klukkustund á undan hinum dönunum, það er fínt því þeir eru hvorteðer dáldið eftirá stundum.
Það versta er kannski að vera þá alltaf klukkustund á undan Jóni, þá hittumst við aldrei..:(
Skrifað af
Bryndís
Klukkan
10:25
|
20071028
Myndir þú fljúga með SAS?
Það er orðinn daglegur viðburður að maður heyri af brotlendingu eða bilanir í lendingu hjá þessum frægu DASH-8 vélum SAS flugfélagsins.
Skrifað af
Bryndís
Klukkan
12:13
|
Aftur í lærdóminn
Foreldrara Jón fóru heim í gær, eftir skemmtilega viku sem endaði með afmæli Jóns.
Skrifað af
Bryndís
Klukkan
12:04
|
20071026
AFMÆLISBARN!!!
Skrifað af
Bryndís
Klukkan
00:09
|
20071025
Skógareldar
Rosalega er ég fegin að það brennur ekki hér í höfn kaupmanna eins og hjá Tortímandanum.
Pabbi og Mamma eru í heimsókn, fór með þau á Kebabstað áðan í Nörrebro. Þeim fannst maturinn æðislegur.
Skrifað af
Jon Minn
Klukkan
23:32
|
20071024
Gulrótarbollur
Nú er komið að fyrstu uppskriftarfærslunni - dadadadammmm!
Borið fram með smjöri, áleggi eftir smekk, og köldu glasi af mjólk.
Nýr heimilismeðlimur!
Tengdó eru í heimsókn, búið að vera algjör lúxus fyrir okkur Jón.
Skrifað af
Bryndís
Klukkan
22:33
|
20071023
Tala íslendingar þýsku???
Rambaði inn á CIA world factbook, var að reyna að komast að því hversu háir skattarnir eru í USA - fann það ekki.
Skoðaði Ísland til gamans, og þar stendur,
"
Languages:
Icelandic, English, Nordic languages, German widely spoken "
...Er þýska mjög útbreidd á Íslandi? Er verið að tala um getuna til að panta pylsu á þýsku?
Skrifað af
Bryndís
Klukkan
15:32
|
Matseld
Í fyrsta skipti í lífinu er ég komin með áhuga á matseld.
20071020
Verzla
Fengum gesti í heimsókn, þær birtust hér á fimmtudagskvöldið. Sögðust vera uppgefnar eftir að hafa verslað í Fields. Eftir að hafa lent um morguninn í Kastrup. Þær hafa borið inn hvern pokann á eftir öðrum úr H&M, Vero Moda, Ben & Jerry´s, Zara, Topshop og hvað þær nú allar heita þessar búðir hér í útlöndum.
Verslunarmetnaður er orð helgarinnar.
Auður litla systir og Gulla vinkona hennar eru semsagt í heimsókn, þær eru búnar að vera að undirbúa sig í mánuð fyrir þessa ferð. Gaman að fá þær í heimsókn, mamma og pabbi koma eftir helgina.
Skrifað af
Jon Minn
Klukkan
15:18
|
20071018
Fótbolti
Keypti mér miða á FCK - Bröndby 2. des. Við höfum verið duglegir að fara á leiki í Parken í haust. Förum vanalega í Stemmingstribunal sem þýðir að maður syngur, danskar og er umkringdur svartklæddu fólki.
Þegar við fórum á fyrsta leikinn leið manni eins og maður væri kominn á landsleik á Íslandi, slík voru lætin. 23.000 manns á venjulegum deildarleikjum.
Danir eru ágætir, reyndar sáum við það á netinu um kvöldið eftir einn leikinn að það hefðu verið handteknir um 20 manns eftir hann. Úff...
Skrifað af
Jon Minn
Klukkan
11:00
|
20071017
20071015
Vetrarfrí
Sæl og blessuð
Við erum búin að vera dugleg í rækt í vikunni, 5 km í róðrarvélinni á dag. Ég jafnaði heimsmetið 23 mín, nema að þetta er heimsmet 12 ára stúlkna haha, ég ræ eins og stelpa.
Eftir rækt í gær vorum við Bryndís eitthvað hugsi, eins og við ættum að vera að gera eitthvað. Bara vissum ekki hvað. Svo 17:45 áttuðum við okkur á því að við áttum að vera í mat hjá foreldrum Óskars, sem átti að byrja klukkan 17:00. Damit - við hjóluðum í loftkasti niðrá Nörreport til að bíða þar í korter eftir lestinni. Náðum alltof seint í mat, mjög svo girnileg purusteik.
Þannig að við fórum í raun tvisvar í ræktina í gær.
Skrifað af
Bryndís
Klukkan
18:20
|
20071011
Samskipti
Kvöldið fór í fréttalestur. Mikið gekk á í dag.
Þar sem ég er harður Framsóknarmaður er ég að sjálfssögðu ánægður með að báðir meirihlutar í Reykjavík slást um að vinna með Framsóknarmönnum. Leiðinlegt að Gísli Marteinn og Hanna Birna séu svona svekkt, þau hefðu getað haldið þessum meirihluta á lífi með því að stunda meiri samskipti sín á milli en ekki í gegnum fjölmiðla. Þar sem ég stunda nú nám um listina við Samskipti og Upplýsingastjórnun sé ég klárlega skort á öllu því sem á að tilheyra.
En varðandi þetta REI mál þá byrjuðu Sjálfstæðismenn að stofna fyrirtækið til að stunda áhættustarfssemi fyrir OR. Núna eru þær algerlega hættir við það og að sjálfssögðu var það aldrei meiningin:)
Framsóknarflokkurinn hefur alltaf haft góða stefnu fyrir OR, sem hefur skilað Reykvíkingum góðu búi. Ég vona að þessi stefna sem Alfreð Þorsteinsson markaði með R-listanum fái að lifa áfram.
Önnur málefni eru í góðum gír, R-listinn fær að halda áfram með sín mál.
Ég bið bara til guðs að ég fái að missa af pólítískri þáttöku Gísla Marteins og Hönnu Birnu í næstu kosningum.
Skrifað af
Jon Minn
Klukkan
22:00
|
Úti á eyrinni
Ég fór í stuttan hjólatúr með nýju myndavélina mína um daginn.
Náði nokkrum myndum í ljósaskiptunum.
Sigríður er búin að bjóðast til að kenna mér almennilega inn á undur digital ljósmyndunar, leyfi ykkur að fylgjast með hvernig fer.
Síðan gef ég út svona Fyrir og eftir bók þegar ég kem heim og fæ rosalega mikinn pening og þá get ég átt nóg til að gera ekkert annað en að ferðast um heiminn og vinna með öpum og taka myndir. Það er góður draumur maður:)
Setti fleiri myndir inn á myndasíðuna - sjá hér til hægri.
Ég á eftir að setja inn allar slóðirnar fyrir hjá ykkur undir Vinir, málið er að ég er bara með "skrif"aðgang og gleymi þessu alltaf þegar Jón er inná sínu... en þetta MUN gerast á næstunni!
Later
Bax
Skrifað af
Bryndís
Klukkan
12:26
|
20071008
Danir
aaa
Hausinn á mér er að springa útaf þessu REI máli. Annars var ég að klára ritgerð um helgina og er núna að gera ekkert. Reyndar gerðist svolítið spaugilegt þegar ég ætlaði að skila ritgerðinni, maður á að skila ritgerðum á einn stað í skólanum. Ég var búinn að gleyma hvar það var nákvæmlega svo ég fór í upplýsingar til að spyrja og viti menn fullorðni maðurinn horfði furðu lostinn á mig og gat ómögulega hjálpað mér hrifsaði ritgerðina úr höndum mér og bögglaði pappírinn og sagði svo að hann vissi ekkert í hvaða Organisation ég væri að fara að skila. Svo var hann bara með skæting, minnti mig á .
Svona er þjónustulundin í Dönum. Þeir eru æðislegir.
Gaman að gera ekkert, horfði á Brown á CNN og BBC áðan hann er hress. Ætlarað fækka hermönnum og svona.
MATUR, verð að fara.
Skrifað af
Jon Minn
Klukkan
19:51
|