20071023

Matseld

Í fyrsta skipti í lífinu er ég komin með áhuga á matseld.


Maður hefur svo miklu meiri tíma til umráða hérna úti en heima, sem þýðir að ég er farin að elda og baka, og farin að taka miklu meiri myndir, og nú langar mig rosalega í hljómborð svo ég geti farið að glamra og æfa mig í rómantískum ástarballöðum fyrir alla komandi sunnudaga á Sams bar - ég er nefninlega karókídrottning í fæðingu..

ú baby baby baby, ooh baby luuuv..

Ég var jafnvel að hugsa um að fara að setja einhverjar uppskriftir hérna inn, svo getum við jafnvel haft sambakstur í gegnum netið á föstudagskvöldum, vei! :D

Hérna eru nokkrar matarmyndir:

Síðan set ég að sjálfsögðu fleiri myndir á myndasíðuna :)