20071020

Verzla

Fengum gesti í heimsókn, þær birtust hér á fimmtudagskvöldið. Sögðust vera uppgefnar eftir að hafa verslað í Fields. Eftir að hafa lent um morguninn í Kastrup. Þær hafa borið inn hvern pokann á eftir öðrum úr H&M, Vero Moda, Ben & Jerry´s, Zara, Topshop og hvað þær nú allar heita þessar búðir hér í útlöndum.


Verslunarmetnaður er orð helgarinnar.


Auður litla systir og Gulla vinkona hennar eru semsagt í heimsókn, þær eru búnar að vera að undirbúa sig í mánuð fyrir þessa ferð. Gaman að fá þær í heimsókn, mamma og pabbi koma eftir helgina.