Sæl og blessuð
Við erum búin að vera dugleg í rækt í vikunni, 5 km í róðrarvélinni á dag. Ég jafnaði heimsmetið 23 mín, nema að þetta er heimsmet 12 ára stúlkna haha, ég ræ eins og stelpa.
Eftir rækt í gær vorum við Bryndís eitthvað hugsi, eins og við ættum að vera að gera eitthvað. Bara vissum ekki hvað. Svo 17:45 áttuðum við okkur á því að við áttum að vera í mat hjá foreldrum Óskars, sem átti að byrja klukkan 17:00. Damit - við hjóluðum í loftkasti niðrá Nörreport til að bíða þar í korter eftir lestinni. Náðum alltof seint í mat, mjög svo girnileg purusteik.
Þannig að við fórum í raun tvisvar í ræktina í gær.
20071015
Vetrarfrí
Skrifað af
Bryndís
Klukkan
18:20
Subscribe to:
Comment Feed (RSS)
|