20080529

Salamu!

Þetta þýðir Greetings! á Swahili:)

Er næstum búin í prófunum, á bara hlustun og munnlegt eftir í dönsku, svo ég ákvað að nýta tímann áður en ég færi heim í að læra Swahili.

Ég las nefninlega að það væru um 70 eða 80 milljón manns í Afríku sem tala Swahili, reyndar ekki allir sem fyrsta tungumál, en þetta átti víst að vera svar Afríkubúa við enskunni. Tungumálið varð til mest í strandbæjum þar sem mikið var um verslun við útlendinga þegar samskipta varð að sjálfsögðu þörf. Ef þið hafið áhuga á að læra meira um þetta hlýtur að vera eitthvað um þetta á netinu, sjálf las ég greinina í Politiken.

Ég fann sniðugt forrit á netinu sem hjálpar til við tungumálalærdóm, BYKI.com er með ókeypis tungumálaforrit fyrir helling af tungumálum, og þetta er mjög einfalt og þægilegt forrit, þar sem glósuspjöld eru notuð.

Hérna eru helstu orðin og orðatiltækin sem ég er búin að læra:
(mismunandi hvort þau eru með stórum eða litlum staf, skrifa bara eins og er í forritinu)

bwana = herra
bibi = frú
Salamu = Greetings!
Lala salama = góða nótt
Hujambo = hæ
Habari za asubuhi = good morning

Í forritinu lærir maður líka framburð, svo ef þið eruð áhugamenn um tungumál þá mæli ég eindregið með þessu:)

Kwaheri!
Bryndís