20080515

Próffótur

Ligg uppi í sófa með fótinn uppi og er að læra fyrir próf.
Er að fara í þýskupróf og dönskupróf eftir helgi.
Ég veit að það er ekkert sérstaklega efektívt að reyna að læra liggjandi uppi í sófa, en ég eiginlega get ekkert það því gert.

Ég lenti nefninlega í því óhappi síðastliðinn sunnudag að snúa mig aftur.
Eins og einhverjir vita þá fór ég á hestbak í Ungverjalandi um páskana, hesturinn minn bilaðist og ég neyddist til að stökkva af honum á fullri ferð. Þetta var án efa versta lífsreynsla ævi minnar. Raunar vorum við 3 sem enduðum á jörðinni, frændi minn stökk líka og hestur kærustunnar hans henti henni af baki eftir að hún hafði barist hetjulega við að halda sér á baki. Sem betur fer slasaðist enginn, en ég lenti svo illa á fætinum að hann snérist illa.

Raunar snérist hann svo illa að þeir læknar sem ég hef hitt eða hafa séð myndir af honum höfðu sjaldan séð annað eins. Getið dæmt sjálf af myndinni, svona leit fóturinn út 5 dögum eftir óhappið:
Ég var komin í ágætis hlaupagír áður en við fórum til Ungverjalands og var því pirruð á að þurfa að bíða lengi með að byrja aftur, en fyrir svona tveimur vikum síðan byrjaði ég að geta hlaupið á hlaupabretti, þó ég væri ekki orðin alveg góð.
Því miður fór ég aðeins of hratt af stað. Ákvað síðasta sunnudag að þar sem veðrið væri svona gott ætlaði ég að hlaupa í Fælledparken í staðin fyrir á hlaupabretti inni.
Vegirnir í garðinum eru mjög ójafnir, svo þegar ég var að hlaupa inn á milli trjáa á einum stað þá lenti ég í smá holu og ...bamm...komin í jörðina.
Bólgnaði sem betur fer ekki jafn mikið upp, mest bara í kringum kúluna, en það var dáldið fyndið að það var eins og það væri golfbolti út úr fætinum mínum:)

Og þessvegna ligg ég uppi í sófa og er að læra, í stað þess að tildæmis sitja við borð og læra.

Tschüss!