20080209

Hlýtt og Snemmt vor

Það er byrjað að hitna aðeins og vora hér hjá Baununum. Fór út að hjóla áðan án trefils, ég hef ekki gert það frá því í okt. Vonandi helst þetta eitthvað frameftir

Það verða eflaust viðbrigði fyrir einhvern að það sé síhiti úti. Reyndar erum við ekki með svalir svo það hefur ekki reynt mikið á kæligetu Sjálands, ísskápurinn hefur séð um þetta fyrir mitt leyti.

Í kvöld stefnum við á veitingastað til að halda uppá afmæli Bryndísar. Vonandi fæst þýskur Paulainer

Bryndís snoðaði mig um daginn, svo nú er ég "gullfallegur" eins og hún segir það.