20071106

Tedrykkur

Við bjuggum til nýjan uppáhaldsdrykk eftir að við fluttum hingað út.
Hann er allt í senn, góður, frískandi og hreinsandi.
Eftir því sem ég eyði meiri tíma í stofunni yfir bókunum þá fjölgar lítrunum sem ég innbyrði af þessum svokalla Tedrykk.

Hann er mjög einfaldur og fljótgerður:

1 bolli grænt te (set oft ávaxtate með í bollann)
1/2 lime kreist
1/2 appelsína
Klakar
Ískalt vatn


Síðan má bæta við eins mikið af ávöxtum eða mismunandi te eins og hver vill.
-Þetta gerir uþb 1-1,5 lítra af drykk, eftir styrkleika.
Það er æðislegt að setja hnetublöndu í litla skál til að narta í með þessu (t.d hesli-og pekanhnetur).