20071120

Sprungið

Það sprakk!Reyndar ekki með látum, en afturdekkið mitt er lofttómt. Fór með það í þriðja skipti í Júpíter til að láta laga. Vona þeir nái að redda þessu í þetta skipti.

En ámeðan við tölum um svona dekkjavandamál þá fyrir ekki svo löngu síðan lenti ég í atviki, atvik sem kemur Mözdunni minni 323F við. Ég var um morguninn 17. júní árið 2004 á leiðinni að vestan, þegar...

Sá dekkið skoppa
Mér við hlið
Mölin sá um að stoppa
Ég heyrði bara nið

Steig útúr bílnum
Dekkið skrapp í móann
sá eftir bremsudílnum
Settist hjá mér lóann
Það sem gerðist semsagt var að vinstra framdekkið fór undan bílnum, þá samdi ég þetta ljóð. Varðandi Bremsudílinn þá hafði ég nýverið látið skipta um bremsuborða og mennirnir höfðu ekki fest nógu vel:(