20071109

Læra læra læra

Nú er bara rétt rúmur mánuður eftir af kennslu og ég er farin að stressast.

Stærðfræðikennarinn minn er að fara á taugum því við eigum svo mikið eftir og honum finnst bókin alveg ómöguleg og fólkið sem gerir prófin algjörir bjánar.
Þannig að ekki eingöngu er hann að staglast á því að við náum örugglega aldrei að fara yfir allt fyrir prófið, heldur vill hann ekki kenna okkur aðferðirnar í bókinni, heldur "sínar" reglur... mjög traustvekjandi.

Ég er dáldið hrædd um að þetta sé eins og spænskukennari væri að kenna manni ítölsku fyrir próf. Ég sem hélt að stærðfræði væri eina alþjóðlega tungumálið...

Í gær setti hann svo rjómann á kökuna þegar hann sagði að ef við lærðum ógeðslega mikið þá ættum við alveg að geta fengið 6 á prófinu (þ.e. 5 á íslensku).
Vá, frábært.

Ég ætla að halda áfram að læra.