20071105

"I'll make him an offer he can't refuse"

Við höfum verið að njóta afraksturs afmæliss Jóns síðustu vikuna.

Hann fékk nefninlega algjörar snilldar gjafir.
Frá mér fékk hann m.a. fyrstu seríuna af ROME... sem við gúlpuðum í okkur á rúmum sólarhring :-S
Síðan fékk hann frá systur sinni og mági Godfather trílógíuna - og VÁÁ! Horfðum á tvær þeirra yfir helgina (með dags millibili, tók ekki brjálæðið á þetta eins og með Rome) og þær eru rosalegar.

Beatrice Kiddo - farðu í aftursætið, því Don Vito Corleone (Marlon Brando) er án alls vafa svalasti karakter kvikmyndasögunnar og Robert DeNiro gefur honum ekkert eftir sem Vito á yngri árum. Michael Corleone fylgir þar fast á eftir, alveg ííískaldur !

"...I'll make him an offer he can't refuse"

Svona nú - Skundastu á leigurnar!