20071024

Gulrótarbollur

Nú er komið að fyrstu uppskriftarfærslunni - dadadadammmm!


Í dag ætlum við að búa til gulrótarbollur. Eins og í öllum góðum matreiðsluþáttum er ég þegar búin að setja öll hráefni í skál, reyndar komin svo langt að ég er búin að borða allar bollurnar.. en hvað um það, þetta er netið og þar er allt leyfilegt.

Gulrótarbollur a la internet somewhere

50 gr smjör eða olía
4dl mjólk
1dl súrmjólk
1 pakki þurrger
2 tsk salt
2 tsk sykur
2 tsk rifnar gulrætur
50 gr hveitiklíð
ca 500 gr hveiti
Egg til að pensla með

Smjörið brætt í potti og mjólk bætt út í, hita smá saman, ekki sjóða.
Blandan sett í skál, bæta við súrmjólk og þurrgeri, hræra vel.

Næstum allt hveitið og restin af þurrefnunum blandað út í og öllu velt og hvolft saman, látið lyfta sér undir blæju (eða viskustykki) í klukkutíma.

Deigið sett á hveitilagt borð og hnoðað vel. Búa til meðalstórar bollur, þetta voru um 23 stykki hjá mér, setja á ofnplötu með smjörpappír.


Pensla með eggi, og strá t.d. hörfræjum yfir
Baka við 200° í 20-25 mínútur.Borið fram með smjöri, áleggi eftir smekk, og köldu glasi af mjólk.
Bon apétite!