20071018

Fótbolti

Keypti mér miða á FCK - Bröndby 2. des. Við höfum verið duglegir að fara á leiki í Parken í haust. Förum vanalega í Stemmingstribunal sem þýðir að maður syngur, danskar og er umkringdur svartklæddu fólki.

Þegar við fórum á fyrsta leikinn leið manni eins og maður væri kominn á landsleik á Íslandi, slík voru lætin. 23.000 manns á venjulegum deildarleikjum.

Danir eru ágætir, reyndar sáum við það á netinu um kvöldið eftir einn leikinn að það hefðu verið handteknir um 20 manns eftir hann. Úff...