20070928

Fiskur

I have never! ...

Þið sem hafið skoðað myndasíðuna hafið örugglega velt fyrir ykkur hvaða undarlegi fiskur þetta sé. Það var nefninlega þannig að við Jón fórum á álitlegan veitingastað á Nyhavn og þjónninn mælti einstaklega vel með fiski dagsins. Ég er mikið fyrir sjávarfang svo ég skellti mér á hann. Þegar hinsvegar fólkið á næstu borðum var farið að fá undarlega útbúin fisk á borðið sitt og var farið að líta flóttalega í kringum sig, þá fóru að renna á mig tvær grímur.

Þetta gat ekki verið rétturinn sem ég pantaði, nei gat það nokkuð verið... nei örugglega ekki, þetta er örugglega svona delicassí sem skrýtna fólkið sem pantar sér gufusoðna snigla biður kokkinn sérstaklega um.. en þá er undarlega mikið af slíkum gourmet unnendum hérna..

Jú jú, að lokum kom þjónninn með matinn minn.
Ég sakna íslenska lambsins..