20070825

Tungumálaörðugleikar

Danir eru erfiðir, þeir tala allt á "skide smart, alt muligd" en svo þegar þeir finna maður er smá efins um fallbeygingu einstakra atviksorða, þá skipta þeir yfir á Ensku með dönskum hreim. Maður nær ekkert að tala, en Bryndís nær reyndar að tala helling því þeir skilja hana svo vel.

Annars segja "Þeir" að við fáum íbúðina á föstudaginn.

Ég get ekki skráð mig inn í landið fyrr en þá. Bryndís náði að skrá sig í íbúðina hennar Sigríðar en ekki ég. Það þýðir að ég get ekki keypt mér farsíma, get ekki stofnað reikning í banka. Get ekki fengið mér dankort.

Ég get hins vegar, legið í garðinum (hámark 15 mín), keypt æðislegan mat í hinum ýmsustu búðum (ef ég man eftir að fara reglulega í hraðbanka), labbað alveg helling og ferðast í strætó.

Erum að leita að svefnsófa fyrir Agga og Siggu, vonandi text að finna í tæka tíð.