20080408

Tungumálakunnátta

Erum búin að vera með áskrift að Politiken undanfarna mánuði, æðislegt að lesa dönskuna. En þetta er algjört pappírsflóð, blaðið kemur út í 5 mismunandi brotum og maður þarf að ná matarborðinu tómu til að lesa þetta almennilega.

Því ákváðum við að segja upp áskriftinni. Ég tók mig til og hringdi niðreftir (þó það sé enginn halli niðrí miðbæ) ætlaði að nota frábæra dönskukunnáttu og segja God dag, Jeg har et abonnement hos Politiken men jeg vil ikke fortsætte med det.

Í staðin sagði ég "Guten tag, Ich habe ein..." svo stoppaði ég, ég var að tala þýsku ekki dönsku. Ég skipti snarlega yfir í ensku því þetta kom svo á mig, laumaði meiraðsegja inn "nei ég meina" á íslensku í hita leiksins.

Það er greinilega farið að segja til sín að við horfum á allar bíómyndir með þýsku tali núna.