20080418

Eldur!

Fyrir hálftíma síðan sátum við Jón í sófanum og vorum að sjá smá sjónvarp fyrir svefninn (og ferðina okkar til Slóveníu á morgun) þegar við heyrðum sprengingu.
Ég leit út um gluggann og sagði "Heyrðu, það er byrjað að snjóa!". Nei, þá voru þetta eldagnir sem svifu yfir götuna... þegar við litum út um gluggann héldum við að það væri kviknað í stigaganginum hliðina á okkur, eldurinn náði hátt til himins og speglast í húsinu á móti. Þetta var þó ekki næsti stigagangur, heldur Volvo umboðið hér hliðina á.

Við tókum þetta myndband..