20080313

Hávaði

Það er verið að gera við stéttina fyrir aftan húsið og það hefur farið alveg ótrúlega mikill tími í spottann einmitt fyrir neðan herbergisgluggann okkar. Þtta væri nú ekki í frásögur færandi nema fyrir það að þeim finnst voða sniðugt að byrja stundum fyrir klukkan 7, annars milli 7 og 8.
Ég er að verða alveg vitlaus á þessu!Hversu langan tíma getur eiginlega tekið að gera við smá vegspotta??

Og síðan hætta þeir alltaf um 10, ætli þetta sé bara hugsað sem alternatív vekjaraklukka fyrir gamla fólkið? "Jæja gamlingjar, enga leti, á fætur með ykkur!"