20080203

Tantalite

Fann æðislega heimasíðu, http://www.projectcensored.org/. Síða sem fjallar um hluti sem fréttafæribandið færir manni ekki.

Til dæmis er verið að tala um stríðið í kringum námuvinnslu Columbo-tantalite, málmur sem notaður er í öll helstu rafmagnstæki.

Í stuttu máli eru hinir og þessir vopnakallar sem hafa frá því rafmagnstækjaöldin hófst tekið yfir helstu námur á besta Columbo-tantalite svæði heimsins, Kongó. Svo selja þessir vopnakallar efnið til hrávöruframleiðanda eins og Cabot Corp.

Þeir selja það svo áfram til Nokia, Sony og allra annarra rafmagnstækjaframleiðenda.

Hvernig væri utan á kössunum fyrir allar rafmagnsvörur myndi standa "Varúð! Þetta tæki er framleitt úr hrávöru frá mið-afríku. Sú hrávara er sjaldgæf, óendurnýjanleg, hefur fjármagnað blóðugt stríð yfir yfirráðum námusvæða og hefur orsakað útrýmingu af dýrum sem voru í útrýmingarhættu."