29. febrúar kemur ekki á hverju ári. Sjalfgæf upplifun, ég hef einungis upplifað sex hlaupársdaga eða var 2000 hlaupár?
Allavega þá ætla ég að nota þennan dag vel. Rækt = þarf að ná þessu niðrí 150 km svo ég hafi séns á að ná 200 fyrir 1. maí. Matur = mat sem bragð er af. Skemmtun = eitthvað sem bætir áruna.
Gleðilegan hlaupársdag:)
20080229
Hlaupár
Skrifað af
Jon Minn
Klukkan
13:29
|
20080228
Friprint
Það er ekki hægt að nota tölvurnar í skólanum án þess að taka eftir auglýsingum frá FRIPRINT - print free forever.
Þeir eru semsagt með sérstakan prentara útum allt og hægt er að prenta frítt úr. Ég greip tækifærið þegar átti að skila ritgerð í þríriti, tæplega 40 blaðsíður eru vanalega dýrari en durum kebab.
En haha þetta voru bara MAX 20 bls þannig ég náði bara að prenta út eitt afrit.
Svo úff, þegar ég sá útprentunina er litprentuð auglýsing frá hinum ýmsustu fyrirtækjum á baksíðunni. Ég velti því fyrir mér stundarkorn hvort hinn skrifræðislegi heimur CBS myndi ekki segja það væri ófullnægjandi að skila ritgerð prentaðri á slík blöð. Tók ekki sénsinn og prentaði restina á venjulegu verði.
Enginn á bókasafninu vissi neitt um hvort það mætti eða mætti ekki skila ritgerð á frípappír. Þegar ég skilaði ritgerðinni datt mér í hug að spyrja aftur. Þar sem enginn hafði velt því fyrir sér hjá rigerðamóttökuskrifstofunni heldur stakk konan uppá að hún fengi fría afritið hjá mér til að spyrja THE STUDY BOARD.
Ég stuðlaði semsagt að gáfaðari heimi í dag, ef vitsmunaleg niðurstaða fæst í þetta sem bókasafnsverðir verða meðvitaðir um. Svona þegar næstu fyrirspurnir koma:)
Skrifað af
Jon Minn
Klukkan
18:31
|
20080227
20080225
20080224
20080223
Kjúklingur
Bryndís er að elda meistarajkúlla, meðlætið er svo flókið ég nenni ekki að útskýra það.
Lífið er gott
20080221
Gufusoðið grænmeti
Ég eldaði kjúklingabringur með gufusoðnu grænmeti í fyrradag.
Átti mjög erfitt með að fá elsku Jón minn til að borða grænmetið sitt.
Endaði með að ég prófaði flugvélatrixið á hann.. og það virkaði!!! :-D
Hann er klárlega sætasti kærastinn í heiminum:)
Veikindaupdate:
Komin vika, er orðin heldur góð, en virðist ekki ætla að ná kvefinu úr mér...
Skrifað af
Bryndís
Klukkan
11:30
|
20080220
20080219
20080218
Deutsche Bahn AG
Dagurinn í dag var góður dagur, helsta minningin er mjög svipuð þessu
Skrifað af
Jon Minn
Klukkan
23:38
|
20080217
Þegar ég skráði mig inn
Sá ég að 39 manns vildu bæta okkur á vinalistann sinn.
1 vildi að ég spilaði póker.
14 vildu vita hvað ég myndi borga fyrir aðra vini.
2 Vampírur bitu mig.
4 skoruðu hátt á kvikmyndaskoðanakönnun.
7 Tögguðu okkur í albúmi.
3 skrifuðu á FunWall
4 skrifuðu á SuperWall
1 skrifaði á Wall
og Aggi pókaði mig
Daði á afmæli í dag.
Eitthvað lið breytti myndinni sinni.
Svona er lífið orðið, þetta Facebook líf.
Skrifað af
Jon Minn
Klukkan
22:43
|
Afmælisveisla + Gestir + Flensa
Það hefur gengið á með skemmtun og starfssemi síðustu dagana.
Við héldum uppá afmælið hjá Bryndísi með djammi og karíókí, myndir á Facebook hjá Sabba. Kannski mun maður setja myndir inn við tækifæri. Ég söng Vertigo og rústaði laginu, bókstaflega.
Halldór og Líney komu í heimsókn í vikunni, mjög gaman að hafa þau í heimsókn.
Kebab kvöld á Föstudaginn, kannski koma inn myndir bráðum.
Svo kom Flensan ég er brjálaður, myndir á leiðinni
Skrifað af
Jon Minn
Klukkan
22:21
|
20080209
Hlýtt og Snemmt vor
Það er byrjað að hitna aðeins og vora hér hjá Baununum. Fór út að hjóla áðan án trefils, ég hef ekki gert það frá því í okt. Vonandi helst þetta eitthvað frameftir
Það verða eflaust viðbrigði fyrir einhvern að það sé síhiti úti. Reyndar erum við ekki með svalir svo það hefur ekki reynt mikið á kæligetu Sjálands, ísskápurinn hefur séð um þetta fyrir mitt leyti.
Í kvöld stefnum við á veitingastað til að halda uppá afmæli Bryndísar. Vonandi fæst þýskur Paulainer
Bryndís snoðaði mig um daginn, svo nú er ég "gullfallegur" eins og hún segir það.
Skrifað af
Jon Minn
Klukkan
17:29
|
160 km eftir
Sæll Faðir
Ég hef syndgað, það eru 3 skipti frá síðustu Ræktarfærslu minni.
Fyrsta skiptið 23:27
Annað skiptið 22:59
Þriðja skiptið 21:49
40 km komnir í hús. Ef ég fer þrisvar á viku til 1. maí ætti þetta að takast.
20080208
Fødselsdag
I dag er det Bryndís fødselsdag!
Hurra! Hurra! Hurra!
Hun sikkert sig en gave får
som hun har ønsket sig i år
og dejlig chokolade med kage til.
Hvor smiler hun, hvor er hun glad
Hurra! Hurra! Hurra!
Men denne dag er også rar,
for hjemme venter mor og får
med dejlig chokolade med kage til.
Og når hun hjem fra skolen går,
Hurra! Hurra! Hurra!
Så skal hun hjem og holde fest,
og hvem der kommer med som gæst,
får dejlig chokolade med kage til.
Til slut vi råber højt i kor.
Hurra! Hurra! Hurra!
Gid Bryndís længe leve må
og sine ønsker opfyldt få -
og dejlig chokolade med kage til.
Skrifað af
Jon Minn
Klukkan
13:07
|
20080205
Íraksstríðið
Þegar Íraksstríðið byrjaði vissu allir að stríðið myndi klárast um sumarið. Fjölmiðlar sögðu það.
Það er enn í gangi, fann flotta síðu á netinu þar sem hægt er að skoða átakasvæði og helstu bardaga herja bandalagsins sem við vorum/erum í.
http://www.obleek.com/iraq/
Best að hafa hljóðið á.
Skrifað af
Jon Minn
Klukkan
18:01
|
20080203
Tantalite
Fann æðislega heimasíðu, http://www.projectcensored.org/. Síða sem fjallar um hluti sem fréttafæribandið færir manni ekki.
Til dæmis er verið að tala um stríðið í kringum námuvinnslu Columbo-tantalite, málmur sem notaður er í öll helstu rafmagnstæki.
Í stuttu máli eru hinir og þessir vopnakallar sem hafa frá því rafmagnstækjaöldin hófst tekið yfir helstu námur á besta Columbo-tantalite svæði heimsins, Kongó. Svo selja þessir vopnakallar efnið til hrávöruframleiðanda eins og Cabot Corp.
Þeir selja það svo áfram til Nokia, Sony og allra annarra rafmagnstækjaframleiðenda.
Hvernig væri utan á kössunum fyrir allar rafmagnsvörur myndi standa "Varúð! Þetta tæki er framleitt úr hrávöru frá mið-afríku. Sú hrávara er sjaldgæf, óendurnýjanleg, hefur fjármagnað blóðugt stríð yfir yfirráðum námusvæða og hefur orsakað útrýmingu af dýrum sem voru í útrýmingarhættu."
Skrifað af
Jon Minn
Klukkan
18:08
|
20080202
20080201
Danskar fyrirsagnir
Obama er mest venstreorienteret
Jagten på Britney er ude af kontrol
Bankansatte skal overvåge kunder
Hver sjette københavner er fattig
Nedtællingen er i fuld gang til Super Bowl
Skrifað af
Jon Minn
Klukkan
13:17
|