Gat illa sofnað í gærkveldi þar sem ég var svo mikið að hugsa um nýfengna hugmynd mína um að búa til Kebab. Fór meiraðsegja í tölvuna til að gera réttu kryddblönduna.
Svo í morgun verslaði ég ost, gular baunir og jógúrt. Steikti kjúkling og bætti við kryddblöndunni, lyktin var eins og á Purble Onion í gamla daga.
Gerði plattann og sósuna, kryddaði hvern bita og át og át og át...
Í óðagotinu gleymdi ég að taka mynd en þið getið farið á Habibi (þ.e. þegar hann opnar aftur eftir endurbætur á húsinu sínu) og séð alvöru platta.
Aaaah hvað þetta var gott, held ég geri þetta aftur á morgun. Jafnvel geri mitt eigið brauð í þetta skipti, Hjemmelevet.
Og ykkur til upplýsinga þá er mjög lítið um aðra skyndibitastaði en Kebab staði að ræða í Kóngsins Kaupmannahöfn. Einstaka Pylsusalar niðrí bæ en þess utan eru það Kebab staðirnir sem eiga vinninginn, enda ekki skrýtið.
20071205
Shawarma
Skrifað af
Jon Minn
Klukkan
18:37
Subscribe to:
Comment Feed (RSS)
|